Sumir læra ekkert ! ! ! ! ! !

Sumir læra ekkert en eins og sagt var í fréttinni þá hefur þetta gerst áður. En auðvitað vil fólkið fara inn á bílnum færi skref því betra. Best væri að leggja gras þrjá til fjóra metra frá húsinu til að koma í veg fyrir að þetta endur taki sig. En sjálfsagt munn feita fólkið brjálast yfir því, því það má náttúrulega ekki labba of mikið.
mbl.is „Bíllinn er algerlega ónýtur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Í Hólunum í Breiðholtinu, sem voru byggðir um og eftir ´70, þá var vissulega ekki gert ráð fyrir þeirri bílaeign sem er í dag, og stæði því bara oft ekki næg, og ekki heldur gert ráð fyrir breytingum á bílastæðum. Ef þetta væru ekki eftirsóknaverðustu stæði, vegna fjarlægðar frá hurðinni, þá þyrftu samt sumir að leggja í stæðunum upp við húsin, vegna fjölda bíla per hús. 

Þannig að ef þessi annars ágæta tillaga þín gengi í gegn, þá þyrftu einhverjar fjölskyldur að losa sig við annan bílinn, þar sem það þyrfti að  minnka bílastæðið, efast um að það myndi vekja mikla kátínu.  

Þetta hefur ekkert með leti og fitu að gera, heldur einfaldlega vanhugsað frá byrjun, enda voru tímarnir bara aðrir... en það virðist líka vera mikið um það á Íslandi að hugsa ekki fram í tímann eða áhrif, og það sérstaklega þegar kemur að framkvæmdum. 

ViceRoy, 2.1.2013 kl. 18:34

2 identicon

Ég  held að þið séuð báðir á rangri hillu í þessari umræðu. Ef svona snjóhengja kemur ofan í hausinn á fólki verður svona bílasæðaumræða harla ómerkileg.

Væri ekki nær að ræða hvernig koma má í veg fyrir þennan ófögnuð, með búnaði eða fyrirbyggjandi aðgerðum, og hver ber ábyrgð á að standa að slíku ????

Árni Árnason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 21:27

3 Smámynd: ViceRoy

  Ætlaði að skjóta þessu að, eina hugmyndin sem mér dettur í hug væri að í húsþökunum yrði komið fyrir snjóbræðslu og öflugu, rennum. Það er jú dýrt, en ekki dýrara en mannslíf. 

Ég fékk einu sinni ísklump, sem var nú ekki stór (og sem betur fer ekki grýlukerti), sem féll af svölum eða gluggasyllu, nokkrum hæðum fyrir ofan mig í bakið, og það var nú sko langt því frá gott.... Ef þessi snjóhengja fór svona með bílana, þá segir það sig nú sjálft að þetta hefði nú sennilegast steindrepið manneskju, alla vega væri sú örkumla. 

Þetta er ekkert hvort eða ef, þetta er bara tímaspursmál hvenær einhver verður á röngum stað, á röngum tíma og verður fyrir svona, og eins og ég sagði um framkvæmdir, ekkert hugsað fram í tímann og það þarf alltaf einhver að stórslasast, ef ekki bara deyja til að eitthvað sé aðgert hér á Íslandi.

ViceRoy, 3.1.2013 kl. 04:07

4 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Það er alveg rétt að það er ekkert grín að fá þetta í hausinn. En ekki veit ég hvað þetta heitir en ég hef séð þetta niðrá Laugavegi eða þar í kring er eins og ( girðing sem er um 10 til 15 cm á hæð ) og er staðsett við þakrennur og er ætlað koma í veg fyrir svona óhöpp. Minnir að ég hafi séð þetta niðrá Laugavegi eða þar í kring. En ef fólkið í þessari blokk á nóg af peningum þá er snjóbræðslu og öflugum, rennum stórsniðug hugmynd en þetta svona kerfi er fokk dýrt við erum að tala um Milljónir. En það vekur furðu að þetta skuli vera vandamál ár eftir ár en eins og kom fram í fréttinni þá hefur þetta gerst áður við þessa blokk. En HALLÓ þegar það fer að rigna þá ætti fólk að spá í þessu því þá eru mestu líkurnar á að þetta komi niður þetta eru engin geimvísindi... Ef fólk getur ekki munað þetta þá er bara skrifa á ísskápinn (( Snjór + Rigning = Húsþak ))

Ingimar Eggertsson, 3.1.2013 kl. 07:03

5 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Væri ekki betra að laga þakið svo að þetta gerist ekki, ekkert öruggt að það verði ekki einhver á þakinu þegar þetta fellur niður.

Hjalti Sigurðarson, 3.1.2013 kl. 10:14

6 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Þú ert að misskilja þetta Hjalti þegar ég sagði (( Snjór + Rigning = Húsþak )) þá var ég að meina að það væri ekki sniðugt að leggja upp við húsið. Það er alltaf hægt að finna stæði ef fólk legur sig fram við það...

Ingimar Eggertsson, 3.1.2013 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband