Stjórnlaust Pakk.

Þessir glæpamenn hlusta ekkert á þetta. Því að þetta er stjórnlaust pakk. Og er best geymt á bakvið lás og slá. Því að þá kastar það ekki hellum í fólk.


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þetta er svona "stjórnlaust pakk" hvernig útskýriru þá að lögreglan hafi tekið þá ákvörðun í kvöld að vera skjaldalausir. Þeir voru þarna kannski mesta lagi 20 lögregluþjónar fyrir framan alþyngi, og svo um hálf 10 leitið fór lögreglan burt af svæðinu, því þeir sáu að "stjórnlausa pakkið" var ekkert hættulegt og var ekki að skemma neitt.

 Það var ENGU hent í kvöld. Hvorki í lögreglu né alþingishúsið!

Gunnar C (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Það hefur verið stjórnlaust hingað til. En það er gott að þetta pakk sé farið að þroskast.

Ingimar Eggertsson, 22.1.2009 kl. 23:32

3 identicon

Það er rangt hjá þér, Ingimar, að mótmælin hafi lengstum verið stjórnlaus. Þessi ranga fullyrðing er móðgun við allan þann fjölda kurteisra og heiðviðra mótmælenda sem hafa lagt leið sína á Austurvöll, undanfarna daga og vikur. Hitt skal segjast eins og er að ég fordæmi skilyrðislaust það ofbeldi sem beitt hefur verið, bæði af hálfu fáeinna mótmælenda og hluta lögreglunnar.  Við skulum taka höndum saman um að mótmælin geti áfram verið friðsamleg eins og þau voru í kvöld (22. jan.), svo það megi vera öllum til sóma og þjóðinni til góðs. Eitt að lokum:  Verum dugleg að mæta niður á Austurvöll með potta og pönnur, dósir og önnur ílát. Berjum hátt og syngjum hátt, slagorðin  "Vanhæf ríkisstjórn". Þetta mun vonandi fyrr en síðar síast inn í meingallaða heila þeirra sem sitja sem fastast í skömm sinni og skít,- óstjórn án umboðs fólksins.

Davíð Art Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:38

4 Smámynd: Ingimar Eggertsson

Það er nú einu sinni þannig að það er alltaf skemmt epli inná milli. Ég neita því ekki að það er heiðarlegt fólk inn á milli sem betur fer. En eins og í þessu tilferli að þá er öllum kennt um. Það er alltaf þannig því miður. Ég vill nú seiga það að mér finnst það skömm hvernig sumt fólk hefur hagað sér eins og að brjóta rúður, kasta hellum í fólk, kveikja í bekkjum, tunnum, og núna síðast í Alþingis húsinu og það er búið að skvetta olíumálinu á Lögregluna sem kostar lögregluna tvær miljónir.

Ingimar Eggertsson, 23.1.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband