Ég fagna því ákaft að Davíð Oddsson ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands. En nú hlýtur Ólafur Ragnar að draga framboðið sitt til baka, þar sem þessi óvissa í Íslenskum Stjórnmálum sem talað var um, virðist vera yfir staðinn. Davíð Oddsson er maður fólksins, hér að neðan er frétt af mbl.is frá 2003 sem sannar það :)
Innlent | mbl | 21.11.2003 | 14:55 | Uppfært 16:30
Davíð tók innistæðu sína út úr Kaupþingi Búnaðarbanka
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fór í aðalbanka Kaupþings Búnaðarbanka í Austurstræti fyrir stundu og tók út innistæðu sem hann átti þar, eins og hann hafði boðað í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Davíð sagði við Morgunblaðið, að hann hefði tekið út reiðufé en hann væri ekki búinn að ákveða hvar hann ætlaði að geyma þá.
Davíð sagði í útvarpsviðtali í dag að allir, sem væru í viðskiptum við bankann, hlytu að velta fyrir sér hvort þeir geti hugsað sér að vera í viðskiptum við stofnun, sem hagi sér með þeim hætti sem birtist í samningum sem starfandi stjórnarformaður og annar forstjóri bankans hafa gert um hlutafjárkaup í bankanum. Sagðist Davíð eiga 400 þúsund krónur inni á bók og ætlaði að taka þá peninga út.
Þetta var mikið hita mál í samfélaginu á þessum tíma og var Davíð ganggrindur fyrir þetta sem enginn gaggrýnir í dag. Enda er það fólk sem hæst hafði þá orðið loftlaust í dag enda flúði I, S, G, til Afganistan hehehehe... :)
Davíð býður sig fram til forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 8.5.2016 | 16:21 (breytt kl. 17:38) | Facebook
Athugasemdir
Þú skilur ekki um hvað þetta fjallar, væni minn. - Taktu sólgleraugun ofan og tappana úr eyrunum og lifðu lífinu. Ef þú hefur skrifan þennan pistil sjálfur, þá ertu væntanlega ekki blindur, er það ?
Már Elíson, 8.5.2016 kl. 17:40
Már Elíson Kurteisi kostar ekkert en ókurteisi gæti kostað þig mikið. Hvar sérð þú svo sólgleraugu ? ? ? Þegar menn selja sér hlut á 0,1 þá skil ég vel að mönnum ofbjóði og taki innistæðu sína út, ég hefði gert það sama. Enda var hluturinn metin 0,6 en ekki 0,1 þannig að Sigurður Einarsson stjórnarformaður og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri bankans gáfu sér 770 Milljónir króna. Takk fyrir...
En þetta er kannski of flókið fyrir þig Már Elíson. Því maður skrifar (( skrifað en ekki skrifan )) Sá hlær best sem síðast hlær, og mundu að kurteisi kostar ekkert...
Ingimar Eggertsson, 8.5.2016 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.